Fundu gas á botni Norðursjávar 20. ágúst 2005 00:01 Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Orkufyrirtækið Norsk Hydro hefur fundið gas á botni Norðursjávar sem gæti verið þrjú hundruð milljarða króna virði, ef hægt er að nýta það. Norsk Hydro tilkynnti um fundinn í kauphöllinni í Osló í gærmorgun. Í tilkynningunni segir að gasið sem fundist hafi sé norðarlega í Norðursjónum og að aðstæður séu þannig að góðar líkur séu á að hægt verði að nýta það. Í olíutímaritinu Upstream, sem fyrst birti fréttir af fundinum, segir að um sé að ræða í kringum þrjátíu milljarða rúmmetra, sem þeir áætla að sé um þrjú hundruð milljarða króna virði. Forsvarsmenn Norsk Hydro hafa ekki enn viljað staðfesta hversu mikið magn af gasi sé um að ræða né áætlað verðmæti en staðfesta að þetta sé einn mikilvægasti fundur síðari ára í norskri lögsögu. Gaslindin er um sjö hundruð metra undir sjávarbotni sem aftur er á 380 metra dýpi. Norsk Hydro leggur þó áherslu á að það gerist ekkert alveg strax. Lindin verði könnuð frekar á næsta ári og athugað hvernig best sé að haga vinnslunni og ekki síst flutningi á gasinu til markaða, en leiðslurnar sem til eru nú eru ekki með næga flutningsgetu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira