Innlent

LÍ styður reykingafrumvarp

Stjórn Læknafélags Íslands styður eindregið það frumvarp sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ásamt öðrum þingmönnum lagt fram um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Stjórn Læknafélagsins tók málið til umræðu á fundi sínum í gær og styður málið þar sem sú lagabreyting sem um ræðir tryggir starfsmönnum veitingahúsa þá vinnuvernd sem þeir hafi farið á mis við vegna gildandi undanþáguákvæða um vinnustaði þeirra. Læknafélag Íslands telur að engin málefnaleg rök séu til þess að þetta starfsfólk njóti lakari vinnuverndar en aðrir landsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×