Jól

Jólastund í jólasundi

Kveikt var á kertum og rithöfundar fengnir til að lesa úr bókum sínum fyrir sundlaugargesti sem sátu í pottunum eða við sundlaugarbakkana og hlýddu á skemmtilegan upplestur. Lesið var úr Djúpríkinu eftir Bubba Morthens og Robert Jackson og Bítlaávarpinu eftir Einar Má Guðmundsson. Einar Már komst ekki til að lesa en sendi son sinn, Hrafnkel Má, í sinn stað. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir hjá sundlaugargestum og margir hafa lagt leið sína í sundlaugina sérstaklega til að komast í auka jólastemningu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.