Jól

Hátt í fjögur þúsund fá aðstoð

Um 2.000 manns hafa sótt til Mæðrastyrksnefndar fyrir þessi jól. Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, segir að verði ásóknin jafn mikil síðustu tvo daga úthlutunarinnar og hún hafi verið verði allt í járnum hjá nefndinni. Ragnhildur segir Mæðrastyrksnefnd hafa notið mikillar velvildar fyrirtækja fyrir þessi jól og allt árið. Heimili hafi einnig látið til sín taka: "Það virðist allt nýtast hér". Ragnhildur á von á 1.200 til 1.500 manns síðustu tvo úthlutunardagana, sem eru mánudagur og þriðjudagur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×