Barist við jólakvíða 13. desember 2004 00:01 Árlegur fundur EA samtakanna um jólakvíða fer fram í kórkjallara Hallgrímskirkju klukkan sex síðdegis næsta fimmtudag. EA stendur fyrir Emotions Anonymus , en í tilkynningu samtakanna kemur fram að vaxandi hópur fólks berjist við jólakvíða. "Þetta er til dæmis fólk sem hefur misst ástvin á árinu," segir þar, en einnig eru nefndar ástæður á borð við hjónaskilnaði, fjárhagsörðugleika, fjölskylduvanda og sjúkdóma. Samtökin segjast bjóða upp á tólf spora kerfi til gleðilegra jóla, en trúnaður er sagður ríkja um það sem fram fer á jólakvíðafundinum. Innlent Jól Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Ó, Jesúbarn Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólavefur Vísis Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól
Árlegur fundur EA samtakanna um jólakvíða fer fram í kórkjallara Hallgrímskirkju klukkan sex síðdegis næsta fimmtudag. EA stendur fyrir Emotions Anonymus , en í tilkynningu samtakanna kemur fram að vaxandi hópur fólks berjist við jólakvíða. "Þetta er til dæmis fólk sem hefur misst ástvin á árinu," segir þar, en einnig eru nefndar ástæður á borð við hjónaskilnaði, fjárhagsörðugleika, fjölskylduvanda og sjúkdóma. Samtökin segjast bjóða upp á tólf spora kerfi til gleðilegra jóla, en trúnaður er sagður ríkja um það sem fram fer á jólakvíðafundinum.
Innlent Jól Mest lesið Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Ó, Jesúbarn Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Jólavefur Vísis Jól Allir eiga sinn jólasokk Jól Hannyrðir fyrir jólin Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól