Jól

Kerti seldust vel

Kaupmenn víðsvegar um land létu vel af kertasölu helgarinnar en aðventan er gengin í garð og til siðs á mörgum heimilum að búa til aðventukransa. Kveikt var á fyrsta kerti aðventukransins í gær. Lausleg rannsókn Fréttablaðsins leiddi í ljós að flestir nota rauð kerti í kransinn sinn en einnig var talsvert tekið af hvítum. Heimildarmönnum bar saman um að kransahefðin virtist á uppleið og fögnuðu því um leið. Greni seldist að sama skapi óhemjuvel um helgina.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×