Náttúruvaktin 3. nóvember 2004 00:01 Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun
Gosið sem hófst í Grímsvötnum á Vatnajökli í fyrrakvöld, hið þrettánda á hundrað árum, minnir okkur á tvennt. Hvað sem allri þróun tækni og vísinda líður eru náttúruöflin manninum margfalt máttugri. Gagnvart heljarkrafti eldgosa og jökulhlaupa getum við aðeins undrast, hrifist eða skelfst eftir atvikum, og vonað hið besta. En þennan kraft munum við tæplega nokkru sinni beisla. Hitt er, að það getur ráðið úrslitum í viðureigninni við náttúruöflin að viðbúnaður sé ávallt sem bestur og traust þekking sé fyrir hendi á líklegri hegðun náttúrunnar við skilyrði eins og nú hafa skapast. Í því efni erum við Íslendingar heppnir að eiga annars vegar öflugar almannavarnir og hins vegar vísindamenn á heimsmælikvarða. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að slíkt er engan veginn sjálfgefið. Það gildir jafnt um öryggisstofnanir sem vísindastofnanir að þær geta aðeins þrifist við þær aðstæður að almennur skilningur ríki á störfum þeirra og nauðsynlegu fjármagni sé veitt til þeirra. Og starfskrafta bestu vísndamanna þjóðarinnar getum við aðeins vænst að njóta ef við erum tilbúin að bjóða þeim viðunandi starfsaðstæður. Hvort tveggja vill því miður stundum gleymast þegar eldtungurnar úr iðrum jarðar hverfa sjónum og skjálftavirknin rénar. Við Íslendingar lifum í landi þar sem gosvirkni er óvenju mikil. Þó að við ráðum ekki við náttúruna höfum við markvisst búið okkur undir þau átök við hana sem reynslan hefur kennt okkur að vænta. Við höfum lagt áherslu á að hafa alltaf sveit vel menntaðra jarðfræðinga og vísindamanna í skyldum greinum til að koma á vettvang þegar náttúruhamfarir verða. Án vísindamanna Veðurstofu, Orkustofnunar, Raunvísindastofnunar Háskólans og sambærilegra stofnana er hætt við að þjóðin yrði óstyrk við fréttir af hamförum eins og eldgosum og jarðskjálftum.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun