Jól

Fyrstu pakkarnir afhentir

Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu fyrstu pakkana sem safnast hafa undir jólatré Kringlunnar afhenta í dag. Kringlan og Bylgjan í samstarfi við Íslandspóst standa fyrir söfnuninni, undir jólatré Kringlunnar. Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá svo um að koma pökkunum til þeirra sem á þurfa að halda, svo allir geti haldið gleðileg jól. Söfnunin hefur farið vel af stað, en betur má ef duga skal þar sem mikil eftirspurn er eftir pökkum. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum er þriðjudagurinn 21. desember.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.