Fleiri fréttir

Fjallaljón braust inn og át kött

Herbergisfélagi Kaylu Slaugther gekk fram á heldur óvæntan gest á heimili þeirra í Boulder í Colorado-fylki í vikunni, fjallaljón beið hans á miðju stofugólfinu,

Ríkisstjóri New York játaði óvart lögbrot

Andrew Cuomo ríkisstjóri New York fylkis talaði af sér fyrir frama fjölda fólks í bænum Saranac Lake í uppsveitum New York í vikunni. Þar játaði hann að hafa tekið með sér heim fjöður af Skallaerni sem hann fann á Saranac vatni mörgum árum fyrr.

Hútar fagna ákalli um óháða rannsókn

Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir rannsókn á árás sem kostaði tugi barna lífið. Uppreisnarmenn í Jemen fagna kallinu og segjast tilbúnir til samvinnu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir árásirnar svartasta dag stríðsins. Sádi-Arabar segjast ætla að rannsaka málið sjálfir.

Stjórnarandstæðingur ákærður í Simbabve

Simbabvesk yfirvöld hafa ákært stjórnarandstæðing fyrir að kynda undir ofbeldi. Hann hafnar sök. Bandaríkin gagnrýna aðgerðir gegn stjórnarandstöðunni og SÞ segja að Sambía gæti hafa framið lögbrot með framsali mannsins.

Omarosa segir Trump vera rasista

Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum.

Casey Affleck biðst afsökunar á ófagmannlegri hegðun

Casey Afleck hefur beðist afsökunar á hegðun sinni við tökur á myndinni I'm still here sem kom út árið 2010. "Ég hagaði mér, og leyfði öðrum að haga sér, á mjög ófagmannlegan hátt og mér þykir það leitt,“ sagði Affleck í viðtali við Associated Press.

Eltur á röndum af ungum íkorna

Lögregla í Karlsruhe í Þýskalandi fékk tilkynningu frá manni í bænum sem bað um hjálp vegna þess að íkorni elti hann á röndum. Um var að ræða íkornaunga. Maðurinn gat með engu móti hrist dýrið af sér og stóð eltingaleikurinn enn yfir þegar lögregla kom á svæðið.

Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó

Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64.

Sjá næstu 50 fréttir