Erlent

Íbúar Fredericton uggandi vegna mannskæðrar skotárásar

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað í dag.
Lögreglan var með gífurlegan viðbúnað í dag. Vísir/AP
Íbúum í hinni rólegu borg Fredericton í Kanda er verulega brugðið í kjölfar mannskæðar skotárásar í borginni í dag. Tveir lögregluþjónar eru meðal hinna látnu en ells eru fjórir látnir og einn er alvarlega særður. Einn maður hefur verið handtekinn vegna árásarinnar hann var særður alvarlega af lögregluþjónum.

Lögreglan hefur ekki opinberað nöfn þeirra sem féllu í árásinni, né nafn árásarmannsins.

Upplýsingar um árásina sjálfa liggja ekki fyrir en lögreglan lokaði íbúðarhverfi í borginni og sagði íbúum að halda sig á heimilum sínum. Haldinn verður blaðamannafundur í kvöld.

Um 60 þúsund manns búa í Fredericton og er borgin talin afar róleg. Árið 2016 voru einungis framin ellefu morð í öllu fylkinu New Brunswick.

Íbúar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segja skothríðina hafa staðið yfir með rikkjum í þó nokkurn tíma. Margar mínútur hafi liðið á milli þess að þau heyrðu skothljóð.



Einn íbúi sem AP ræddi við segist aldrei áður hafa heyrt um svo alvarlegan glæp í Fredericton. „Þetta er ekki eitthvað sem við búumst við þegar við vöknum á morgnanna,“ sagði annar.

Fyrstu tilkynningar um skothríð bárust um klukkan sjö í morgun (að staðartíma) og 7:47 gaf lögreglan út tilkynningu um að fólk ætti að halda sig frá svæðinu. Skömmu eftir klukkan átta sagði lögreglan að ótilgreindur fjöldi fólks væri látinn. Um klukkan hálf níu sáust lögregluþjónar umkringja fjölbýlishús og virtust þeir brjóta sér leið þar inn.



Undanfarna mánuði hefur verið þó nokkuð um mannskæðar árásir í Kanada. Í síðasta mánuði hóf maður skothríð í fjölförnum stað í Toronto. Hann myrti tvo og særði þrettán en ekki liggur fyrir hvort hann hafi svo beint byssu sinni að sjálfum sér eða verið skotinn til bana af lögregluþjónum.

Í apríl ók maður á hóp fólks í Toronto svo tíu létu lífið og fjórtán særðust. Þar að auki stendur enn yfir umfangsmikil rannsókn vegna fjöldamorðingja sem talinn er hafa myrt minnst átta menn í Toronto á síðustu árum.

Bein útsending CBC

Tengdar fréttir

Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn

Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×