Erlent

Ríkisstjóri New York játaði óvart lögbrot

Andri Eysteinsson skrifar
Cuomo hefur verið ríkisstjóri frá árinu 2011, áður var hann húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Bill Clinton
Cuomo hefur verið ríkisstjóri frá árinu 2011, áður var hann húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Bill Clinton Vísir/EPA
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York ríkis og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Bill Clinton, sagði frá lögbroti sem hann framdi fyrir mörgum árum í ræðu sinni í þorpinu Saranac Lake í fylkinu. AP greinir frá málinu.

Cuomo minntist í ræðu sinni þegar hann ásamt fjölskyldu sinni fann fjöður Skallaarnar sem hafði flogið skömmu frá kanóa hans á Saranac vatni nokkrum árum fyrr.

Cuomo ákvað að taka fjöðrina úr vatninu og halda henni, það athæfi, að eiga hluta skallaarnar, þar með taldar fjaðrir fuglsins, hefur verið ólöglegt í nærri 80 ár.

Lögin sem eiga að stuðla að verndun Skallaarna og Gullarna, bannar athæfið og brot á lögunum getur varðað allt að eins árs fangelsisvist fyrir fyrsta brot.

Höfðu ekki hugmynd um lögin

Fjölmiðlafulltrúi Cuomo, Richard Azzopardi, sagði í samtali við AP að fjölskyldan hefði ekki vitað af lögunum þegar þau tóku fjöðrina.

Einnig sagði hann að nú væri tvennt í stöðunni, skila fjöðrinni aftur í vatnið eða að gefa hana frá sér til viðeigandi stofnunar.

Líklega er Cuomo svekktur með framvindu mála en hann lýsti atvikinu vel og minntist þess með hlýhug þegar að fjöðurin féll af fljúgandi erninum og sagðist alla tíð síðan hafa geymt hana á arninum á heimili sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×