Erlent

Karlmaður ákærður fyrir skotárásina í Fredericton

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íbúar í Fredericton minntust fórnarlamba árásarinnar í gær.
Íbúar í Fredericton minntust fórnarlamba árásarinnar í gær. Vísir/AP
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að myrða fjóra í borginni Fredericton í Nýju Brúnsvík í Kanada í gærmorgun.

Maðurinn heitir Matthew Vincent Raymond og er 48 ára. Hann var handtekinn á vettvangi árásarinnar, íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Fredericton, eftir að tilkynnt var um að byssu hefði verið stungið út um glugga hússins og að tvö lík lægju í garðinum fyrir utan.

Tveir af þeim lögreglumönnum sem mættu fyrstir á vettvang voru skotnir til bana. Þeir hétu Robert Costello og Sara Burns, bæði á fimmtugsaldri. Hinir tveir sem létust í árásinni voru íbúar fjölbýlishússins og hétu Donald Adam Robichaud, 42 ára, og Bobbie Lee Wright, 32 ára. Samkvæmt AP-fréttaveitunni áttu Robichaud og Wright í ástarsambandi.

Atburðarás gærdagsins er enn nokkuð á huldu og hefur lögregla ekki skýrt nákvæmlega frá aðdraganda árásarinnar eða aðgerðum á vettvangi. Lögregla beindi því til íbúa í nágrenni við húsið að halda sig innandyra eftir að tilkynnt var um árásina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×