Erlent

Tólf ára drengur komst einn af úr mannskæðu flugslysi

Kjartan Kjartansson skrifar
Papúahérað þar sem flugvélin brotlenti er afskekkt og torfært. Myndin er frá skógum nærri Oksibil þar sem önnur flugvél hrapaði árið 2015. Allir 54 um borð fórust þá.
Papúahérað þar sem flugvélin brotlenti er afskekkt og torfært. Myndin er frá skógum nærri Oksibil þar sem önnur flugvél hrapaði árið 2015. Allir 54 um borð fórust þá. Vísir/EPA
Björgunarmenn fundu tólf ára dreng á lífi nærri braki flugvélar sem hrapaði á Indónesíu í dag. Átta manns fórust í slysinu sem átti sér stað í skóglendi nærri landamærunum að Papúu Nýju-Gíneu.

Sjö farþegar og tveggja manna áhöfn var um borð í flugvélinni sem var af gerðinni Pilatus, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flugumferðarstjórn missti samband við vélina síðdegis í gær að staðartíma, skömmu áður en hún átti að lenda á flugvelli í borginni Oksibil.

Vélin var í eigu flugfélagsins Dimonim Air. Hún var á leið frá Tanah Merah til Oksibil þegar hún hrapaði.

Yfirvöld segja að rannsókn hefjist brátt á orsökum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×