Erlent

Tíu skotnir eftir hátíð í Manchester

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn að störfum í Manchester. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar.
Lögreglumenn að störfum í Manchester. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/EPA
Lögreglan í Manchester á Englandi segir að tíu manns séu á sjúkrahúsi eftir skotárás í Moss Side-hverfinu þar í nótt. Fjöldi fólks var í hverfinu eftir hátíðarhöld þar en ekki liggur fyrir hver var að verki.

Breska blaðið The Telegraph segir að tilkynning um árásina hafi borist klukkan 2:30 að staðartíma, klukkan 1:30 að íslenskum. Fjöldi manns hafi særst þegar skotum var hleypt af.

Sár fólksins eru sögð misalvarleg og flestir eru ekki í lífshættu. Einhverjir eru þó sagðir mikið særðir.

Karabísk hátíð fór fram í hverfinu í gærkvöldi en hann hafði lokið nokkrum klukkustundum áður en skotárásin átti sér stað. Lögreglan rannsakar nú hverjir voru að verki og hvar árásin átti sér stað nákvæmlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×