Erlent

Þúsundir Breta fengu lifrarbólgu C og HIV-veiruna með sýktu blóði við blóðgjöf

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rannsóknin mun beinast að 8. og 9. áratugnum þar sem flestar blóðgjafir með sýktu blóði fóru fram þá.
Rannsóknin mun beinast að 8. og 9. áratugnum þar sem flestar blóðgjafir með sýktu blóði fóru fram þá. vísir/getty
Ráðherrar í bresku ríkisstjórninni hafa fyrirskipað rannsókn á því hvernig þúsundir einstaklinga smituðust af lifrarbólgu C og HIV-veirunni eftir blóðgjöf en talið er að allt að 2.400 manns hafi dáið af völdum sjúkdómanna eftir að hafa fengið sýkt blóð við blóðgjöf.

Bæði þingmenn og þrýstihópar hafa barist fyrir því í fjölda ára að fram fari rannsókn á málinu en rannsóknin mun beinast að 8. og 9. áratugnum þar sem flestar blóðgjafir með sýktu blóði fóru fram þá.

Ekki hefur verið ákveðið hverjir munu stýra rannsókninni eða með hvaða hætti hún fer fram en þrýstingur á að rannsókn fari fram hefur aukist undanfarið, ekki síst vegna baráttu Diönu Johnson, þingmanns Verkamannaflokksins, og Andy Burnham, fyrrverandi þingmanns Verkamannaflokksins og núverandi borgarstjóra í Manchester.

Sannanir fyrir því að hylmt hafi verið yfir glæpi

Í síðustu ræðu sinni á þingi í apríl síðastliðnum sagði Burnham að bæði fjölskyldur og brotaþolar í málinu hefðu haft samband við sig þar sem þau töldu að sjúkraskýrslur hefðu verið falsaðar til að fela skandalinn. Þannig væru sannanir fyrir því að hylmt hafi verið yfir glæpi í stórum stíl í tengslum við sýkta blóðið.

Margir þeirra sem fengu sýkt blóð við blóðgjöf þjáðust af sjúkdómnum dreyrasýki en það er meðfæddur blóðsjúkdómur sem leiðir til blæðingartilhneigingar. Þeir sem þjást af sjúkdómnum þurfa því reglulega á blóðgjöf að halda.

Á þeim tíma sem rannsóknin fluttu Bretar inn blóð frá Bandaríkjunum þar sem blóðgjöfum var greitt fyrir að gefa blóð en slíkar greiðslur juku líkurnar á því að ónothæft blóð væri gefið. Þá voru fangar blóðgjafar bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum en þeir voru í meiri hættu en aðrir fangar á því að nota eiturlyf.

Samkvæmt þrýstihópnum Tainted Blood sem barist hefur fyrir málinu í áratugi er talið að 4.800 manns hafi smitast af lifrarbólgu C við blóðgjöf. Af þeim smituðust 1.200 manns einnig af HIV-veirunni sem veldur alnæmi og hefur helmingur þeirra sem smituðust, 2.400, dáið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×