Erlent

Leitin að yfirmanni FBI: Ætlar að fylgja lögunum, ekki pólitík

Samúel Karl Ólason skrifar
Christopher Wray.
Christopher Wray. Vísir/Getty
Christopher Wray, sem hefur verið tilnefndur af Donald Trump til að verða nýr yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, segir að pólitík muni ekki hafa áhrif á stofnunina undir sinni stjórn. Hann muni fylgja lögunum í einu og öllu. Wray er þegar þetta er skrifað við yfirheyrslur þingmanna öldungadeildarinnar, en þeir þurfa að staðfesta skipun hans í embættið.

Repúblikanar stjórna deildinni með 52 þingmenn á móti 48 þingmönnum demókrata.

Trump vék síðasta yfirmanni FBI, James Comey, sem var yfir rannsókn á meintu samstarfi starfsmanna Trump með stjórnvöldum Rússlands varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Trump sjálfur sagði þá rannsókn vera ástæðu þess að hann hefði rekið Comey.

Comey hélt því fram að Trump hefði farið fram á hollustu hans.

Wray hefur heitið sjálfstæði sínu í embætti og segir að honum beri að sýna stjórnarskrá Bandaríkjanna og lögunum hollustu sína.


Tengdar fréttir

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti.

Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter.

Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar

Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×