Erlent

Texasbúum leyft að bera sveðjur og rýtinga sér til varnar

Texas er ekki fyrsta ríkið til að lögleiða slíkan vopnaburð en Montana og Oklahoma hafa einnig víkkað út löggjöfina sína.
Texas er ekki fyrsta ríkið til að lögleiða slíkan vopnaburð en Montana og Oklahoma hafa einnig víkkað út löggjöfina sína. Vísir/afp
Íbúar í Texas í Bandaríkjunum munu bráðlega geta bætt sverðum, sveðjum, spjótum, rýtingum og fleiru við vopnaburð sinn dagsdaglega eftir að ríkið samþykkti lög þess efnis nýlega. Búist er við að lögin taki gildi 1.september næstkomandi. CNN greinir frá.

Undantekningar eru þó á reglunni, þá sér í lagi í nánasta umhverfi við skóla, fangelsi, sjúkrahús, skemmtigarða og kirkjur og aðrar trúarstofnanir. Texas er ekki fyrsta ríkið til að lögleiða slíkan vopnaburð en Montana og Oklahoma hafa einnig víkkað út löggjöfina sína.

Óvíst var hvort að löggjöfin kæmist í gegn þar sem maður var í vor kærður fyrir að stinga til bana einn háskólanema við Háskólann í Texas og særa þrjá aðra. Var þá umræðum um löggjöfina frestað um viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×