Erlent

Vilja frekari upplýsingar um alla ferðamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vilji fólk ferðast til Bandaríkjanna þarf einnig að senda inn hin ýmsu gögn, eins og til dæmis líffræðileg gögn eins og DNA sýni og sakaskrá.
Vilji fólk ferðast til Bandaríkjanna þarf einnig að senda inn hin ýmsu gögn, eins og til dæmis líffræðileg gögn eins og DNA sýni og sakaskrá. Vísir/Getty
Bandaríkin munu nú fara fram á frekari og ítarlegar upplýsingar um alla sem vilja fá vegabréfsáritun til landsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sendi þessi tilmæli til allra sendiráða og ræðisskrifstofur þeirra í heiminum. Í tilmælunum segir að þau ríki sem bregðist ekki við tilmælunum innan 50 daga verði mögulega beitt þvingunum eða ferðir frá þeim takmarkaðar.

Tilgangur upplýsingaöflunarinnar mun vera til þess ganga úr skugga um að ferðamenn sem ætli sér að fara til Bandaríkjanna séu ekki hryðjuverkamenn.

Tilmælin, sem blaðamenn Reuters komu höndum yfir, segja til um að þau ríki sem um ræðir verði að framleiða, eða ætla að framleiða, rafræn vegabréf. Þá þurfa ríkin að hafa tilkynnt stolin vegabréf reglulega til Interpol.

Vilji fólk ferðast til Bandaríkjanna þarf einnig að senda inn hin ýmsu gögn, eins og til dæmis líffræðileg gögn eins og DNA sýni og sakaskrá.

Reuters segir tilmælin lið í áætlun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að gera Bandaríkin öruggari. Hins vegar deila ríki þegar stórum hluta þeirra gagna sem farið er fram á samkvæmt heimildum fréttaveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×