Erlent

Ellefu myrtir í barnaafmæli í Mexíkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregla segir að þegar hún hafi komið á staðinn hafi börnin öll verið á lífi en ellefu fullorðnir sem einnig voru í afmælinu höfðu verið teknir af lífi.
Lögregla segir að þegar hún hafi komið á staðinn hafi börnin öll verið á lífi en ellefu fullorðnir sem einnig voru í afmælinu höfðu verið teknir af lífi. Vísir/AFP
Grímuklæddir ódæðismenn myrtu ellefu manns í barnaafmæli í mexíkósku borginni Tizayuca í gær. Lögregla segir að þegar hún hafi komið á staðinn hafi börnin öll verið á lífi en ellefu fullorðnir sem einnig voru í afmælinu höfðu verið teknir af lífi.

Samkvæmt frétt ABC News segir að árásarmennirnir hafi allir verið vopnaðir hnífum og sveðjum. Ekkert fórnarlambanna var skotið til bana. Einn hinna látnu var lögregluþjónn.

Saksóknarinn Javier Ramiro Lara Salinas sagði á blaðamannafundi í nótt að rannsakendur teldu að árásarmennirnir hefðu viljað „jafna metin“, en fyrir hvað liggur ekki fyrir.

Afmælið var í tjaldi sem gestgjafinn hafði komið upp í garði sínum. Mikil aukning hefur orðið á ofbeldinu sem tengist glæpaklíkum landsins upp á síðkastið og í maí síðastliðnum voru um 2200 manns myrtir í landinu, sem gera um sjötíu morð á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×