Erlent

Segist ekki hafa sagt pabba sínum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar.
Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, segist ekki hafa sagt föður sínum frá fundi sem hann átti með rússneskum lögfræðingi sem taldi sig geta aðstoðað við að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.

Þetta kom fram í viðtali við Trump yngri á Fox-stöðinni í gærkvöldi. Þar sagði hann að um hafi verið að ræða ómerkilegan fund með lögfræðingnum, og sagðist hreinlega hafa gleymt honum. Hann viðurkenndi hins vegar að hann hefði átt að gera hlutina öðruvísi.

„Þetta var ekki neitt. Það var ekkert til að segja frá,“ sagði hann, aðspurður um hvort hann hefði sagt föður sínum frá fundinum. „Þetta var bókstaflega bara sóun á 20 mínútum. Sem er skömm.“

Trump yngri birti í gær tölvupóstsamskipti sem hann átti við Rob Goldstone, tengilið lögfræðingsins, Nataliu Veselnitskaya. Þar var honum lofaðar upplýsingar sem áttu að koma að gagni við að sigra í kosningabaráttunni en upplýsingarnar áttu að geta skaðað framboð Hillary Clinton.

Sögusagnir hafa verið uppi um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar, meðal annars með því að spilla fyrir mótframbjóðandanum Hillary Clinton.


Tengdar fréttir

Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump

Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra.

„Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstana

Í póstunum segir berum orðum að fundurinn sé til að koma upplýsingum í þeirra hendur sem gætu skaðað framboð Hillary Clinton og að það sé liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×