Fleiri fréttir

Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun.

Rækjutegundin Pink Floyd

Nýuppgötvuð rækjutegund hefur verið nefnd eftir bresku hljómsveitinni Pink Floyd. Með því vildi líffræðingurinn sem uppgötvaði dýrið heiðra uppáhalds hljómsveit sína.

Segja kosninguna vera lögmæta

Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt.

Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu.

„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands

Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði.

68 börn á meðal hinna látnu

Að minnsta kosti 68 börn eru á meðal hinna 126 sem létu lífið í sprengjuárásinni í Sýrlandi í gær.

Kosið um forsetaræði í Tyrklandi

Í dag ganga Tyrkir til kosninga í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem munu auka völd Recep Tayyip Erdogan forseta landsins verulega gangi þær eftir og munu í reynd formlega afnema lýðræði í landinu í núverandi mynd.

Elsta kona heims látin

Emma Morano var 117 ára þegar hún lést. Hún var einnig síðasta manneskjan, sem enn var á lífi árið 2017, sem fæddist á 19. öld.

Sjá næstu 50 fréttir