Erlent

Segja „móðursprengjuna“ nú hafa fellt 92 vígamenn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eyðileggingin vegna sprengjunnar var mikil.
Eyðileggingin vegna sprengjunnar var mikil. Vísir/EPA
Yfir 90 vígamenn ISIS hryðjuverkasamtakanna féllu í loftárás Bandaríkjahers í austurhluta Afganistan, í fyrradag, samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Afganistan. Guardian greinir frá.

Áður var talið að rúmlega 30 vígamenn hefðu fallið í sprengjuárásinni, sem hefur hlotið mikla athygli, vegna sprengjunnar sem var notuð. Hún hefur jafnan verið kölluð „móðir allra sprengja,“ vegna þess að um er að ræða öflugustu sprengju sem Bandaríkjaher hefur yfir að ráða, utan kjarnorkuvopna.

Afganskar öryggissveitir, með liðsinni Bandaríkjamanna, eru enn að reyna að meta eyðilegginguna sem að sprengjan skildi eftir sig, en samkvæmt upplýsingum Mohammad Radmanesh, upplýsingafulltrúa afganska hersins, hafa nú fundist 92 lík.

Almennir borgarar í allt að þriggja kílómetra fjarlægð eru sagðir hafa fundið fyrir högginu af völdum sprengjunnar, sem ætlað er að beita gegn neðanjarðargöngum, líkt og þeim sem vígamennirnir héldu til í. Brotnuðu meðal annars rúður í húsum, auk þess sem sprungur mynduðust í veggjum.

Bandaríkjaher hefur í auknum mæli beitt loftárásum gegn bæði liðsmönnum ISIS sem og Talíbönum í Afganistan, en ekki er ljóst hvort að viðkomandi sprengju verður beitt aftur.


Tengdar fréttir

Eftirköst „móður allra sprengja“

Afgangskar öryggissveitir taka nú þátt í aðgerðum gegn vígamönnum íslamska ríkisins í Achin-umdæmi í Nangarhar-héraði í Afghanistan, þar sem "móður allra sprengja“ var varpað í gær. .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×