Erlent

Fylgdu rússneskum herskipum í gegnum Ermasund

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
HMS Sutherland.
HMS Sutherland. Vísir/EPA
Breski herflotinn fylgdi tveimur rússneskum herskipum eftir, sem sigldu nærri lögsögu Bretlands, við Ermasun í gær. Utanríkisráðherra landsins segir þetta gert til að tryggja öryggi Bretlands. Guardian greinir frá. 

Um var að ræða breska herskipið HMS Sutherland, sem fylgdi skipunum eftir í gær, en Michael Fallon, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að allt sé gert til að tryggja öryggi Bretlands.

HMS Sutherland fylgist vel með hegðun skipanna tveggja, eftir því sem þau sigla nálægt Bretlandi. Flotinn stendur vaktina og er alltaf reiðubúinn til að tryggja öryggi Bretlands.

Yfirmenn breska flotans taka fram að um hefðbundið verklag sé að ræða, sem sé ávallt gripið til, þegar erlend herskip sigla nærri lögsögu landsins.

Ferðir skipanna vekja þó athygli að þessu sinni vegna þess að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna um þessar mundir. Er það eftir að utanríkisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hætti við heimsókn sína til Rússlands, vegna stuðnings Rússa við stjórnarherinn í Sýrlandi, eftir að stjórnarherinn var sakaður um að hafa beitt efnavopnum gegn almennum borgurum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×