Erlent

Rækjutegundin Pink Floyd

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gítarleikari og söngvari Pink Floyd, David Gilmour í góðu stuði.
Gítarleikari og söngvari Pink Floyd, David Gilmour í góðu stuði. vísir/Getty
Nýuppgötvuð rækjutegund hefur verið nefnd eftir bresku hljómsveitinni Pink Floyd. Með því vildi líffræðingurinn sem uppgötvaði dýrið heiðra uppáhalds hljómsveit sína.

Rækjan fannst skammt frá vesturströnd Panama. Á henni er stór kló sem dýrið notar til að framkalla hljóð sem getur dauðrotað smáa fiska. Latneskt heiti hennar er nú synalpheus pinkfloydi. Þetta er annað dýrið sem heitir í höfuð Pink Floyd, eða afurð sveitarinnar, en fyrir er til fluga sem ber heitið Ummagumma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×