Erlent

McMaster heimsækir Afganistan til að ræða öryggismál

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
H.R. McMaster, til vinstri, ásamt Steve Bannon, ráðgjafa Trump.
H.R. McMaster, til vinstri, ásamt Steve Bannon, ráðgjafa Trump. Vísir/EPA
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donald Trump, er um þessar mundir staddur í Afganistan, en í dag hitti hann forseta landsins, Ashraf Ghani, ásamt öðrum yfirmönnum afganskra öryggissveita. Reuters greinir frá.

Á fundi sínum var farið yfir stöðu mála í Afganista, en um þessar mundir berjast afganskar öryggissveitir við vígamenn ISIS sem og vígamenn Talíbana.  

Spurningar hafa vaknað um það í hversu miklum mæli ríkisstjórn Trump, hyggst beita sér í landinu, þá sérstaklega eftir að bandaríski herinn varpaði „móður allra sprengja“ á ISIS liða nú á dögunum.

Yfirmaður Bandaríkjahers í Afganistan hefur kallað eftir auknum herafla í landinu, til að stemma stigu við vígamönnum. 

Í dag eru nærri 9000 bandarískir hermenn staddir í Afganistan, til þess að vera afgönskum öryggissveitum innan handar og sjá um þjálfun þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×