Erlent

Elsta kona heims látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Emma Morano fagnaði 117 ára afmæli sínu þann 29. nóvember síðastliðinn.
Emma Morano fagnaði 117 ára afmæli sínu þann 29. nóvember síðastliðinn. Vísir/AFP
Emma Morano, elsta núlifandi manneskja í heimi, lést í dag á heimili sínu í bænum Verbaria á Ítalíu 117 ára að aldri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lækni hennar. Associated Press greindi frá.

Emma Morano var fædd þann 29. nóvember árið 1899 í Civiasco í Piedmont-héraði á Ítalíu. Hún var ekki einungis elsta manneskja heims heldur einnig síðasta manneskjan, sem enn var á lífi árið 2017, til að fæðast á 19. öld.

Læknir Morano, Dr. Carlo Bava, sagðist síðast hafa vitjað Morano á föstudag. Hún hafði þá þakkað honum fyrir aðhlynninguna og haldið í höndina á honum eins og venjulega. 

Titill elstu núlifandi manneskjunnar færist nú í hlut hinnar 117 ára Violet Brown. Hún fæddist þann 10. mars árið 1900 og býr á eyjunni Jamaica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×