Erlent

Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Marine Le Pen, á fjöldasamkomunni í gær.
Marine Le Pen, á fjöldasamkomunni í gær. Vísir/EPA
Leiðtogi og forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, hefur heitið því að vernda franska kjósendur, verði hún kjörinn forseti í komandi kosningum. Ummælin lét hún falla í ræðu á fjöldasamkomu með stuðningsmönnum sínum nú á dögunum.

Forkosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag, 23. apríl og sýna skoðanakannanir að Le Pen, ásamt miðjumanninum Emmanuel Macron, eru líklegust til þess að fá brautargengi til þess að kljást í aðalkosningunum, sem haldnar verða 7. maí næstkomandi.

Kannanir sýna að Le Pen með 23 prósent fylgi, á meðan 22 prósent segjast ætla að kjósa Macron. Það er þó ekki langt í næstu frambjóðenda, en Jean-Luc Mélenchon, forsetaframbjóðandi kommúnista og Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, mælast báðir með 19 til 21 prósent fylgi.

Ég mun vernda ykkur. Það fyrsta sem ég geri sem forseti verður að koma á frönskum landamærum á ný.

Ummælin vöktu mikla hrifningu stuðningsmanna hennar. Hún sakaði andstæðinga sína í kosningunum um að vera hallir undir „gegndarlausa hnattvæðingu.“ Þá sagði hún jafnframt að mikill fjöldi innflytjenda „væri ekki tækifæri fyrir Frakkland, heldur stórslys fyrir Frakkland.“

Valkostirnir á sunnudag eru einfaldir. Það er valkostur á milli Frakklands sem rís aftur og Frakklands sem sekkur.

Hún fór jafnframt hörðum orðum um Evrópusambandið og Schengen samstarfið og hefur hún heitið því að Frakkland muni undir hennar stjórn hætta þátttöku í hvoru tveggja.

Rúmlega 400 mótmælendur mótmæltu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Le Pen hélt fjöldasamkomu sína og varð lögregla að beita táragasi til þess að halda þeim í skefjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×