Fleiri fréttir

Flateyjargátan í uppnámi

Framleiðslu Flateyjargátunnar hefur verið frestað. Ekki fékkst samningur við Kvikmyndamiðstöð. Forstjóri Saga Film segir forgangsröðun skrítna. Forstöðumaður miðstöðvarinnar segir ekki hægt að veita fleiri styrki en fjármagn leyfir.

Raflínur úr lofti í jörð

Stjórnvöld vilja auka hlut jarðstrengja í raforkukerfinu. Loftlínur verði síður sýnilegar og fjarri friðlýstum svæðum. Kostnaður við jarðstrengi fer minnkandi.

Segir skýrslu Hafró aðeins innlegg í umræðuna

Kristján P. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segist ekki líta á nýja skýrslu Hafrannsóknastofnunar, þar sem lagst er gegn auknu laxeldi í Ísafjarðardjúpi og Stöðvarfirði, sem „endanlegan stóra dóm“. Skýrslan sé aðeins innlegg í umræðuna.

Áslaug áfrýjar túlkadómi

Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni.

Karlar þurfi betri fyrirmyndir

"Það líður ekki sá mánuður að ég horfi ekki á eftir einhverjum sem ég þekki persónulega eða er tengdur einhverjum sem ég þekki sem fremur sjálfsvíg. Oft ungir strákar sem ættu að eiga framtíð, óskrifaða og bjarta, hafa hæfileika og vini allt ætti að vera gott.“ Þetta segir Starri Hauksson í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni. Pistillinn hefur farið hátt á samskiptamiðlinum en honum hefur nú verið deilt hátt í eitt hundrað sinnum.

Fátækt ekki aumingjaskapur

Ásta Dís flutti ræðu um málefni fátækra á vel sóttu Sumarþingi fólksins í Háskólabíói. Í samtali við Vísi sagði Ásta að pólitískar ákvarðanir væru forsenda þess að fólk lendi í fátæktargildru.

Ringulreið á safnstæðum

Nokkur ringulreið var við safnstæðin í borginni í dag þar sem bílstjórar eru að venjast nýju banni við akstri hópferðabíla sem tók gildi í gær. Níu rútur biðu í röð við stæði sem ætlað er einu til þremur ökutækjum en minni bílar fluttu töskur farþega að stöðvunum.

Vilja útrýma fátækt og mismunun

Samstaða og baráttuandi einkenndu Sumarþingið að sögn Ingu. Hún segist hafa orðið fyrir miklum hughrifum: "Það var mikil bylgja í Háskólabíói. Hátt í þúsund manns stóðu upp og klöppuðu.“

Toppnum líklega náð

Hægst hefur á vexti í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Icelandair hótelum var minna um bókanir með skömmum fyrirvara í júní og meira var um afbókanir hópa en á sama tíma í fyrra. Sterk staða krónunnar er líklega stór orsakavaldur.

Sýnir mikilvægi Keflavíkurflugvallar fyrir öryggi

Eftir því sem umferð hefur aukist um flugstjórnarsvæði Íslands hefur atvikum fjölgað þar sem flugvélar þurfa óvænt að lenda í Keflavík. Lítil hætta var á ferðum þegar norskri farþegaþotu var lent á einum hreyfli þar í morgun.

Breyta skipsbrú í heilsárshús með öllum nútíma þægindum

Fjölskyldan sem á jörðina Brekkukot undir Eyjafjöllum býr á Selfossi en fer allar helgar og í öllum fríum í sveitina sína. Þau dvelja í hjólhýsi á meðan húsbóndinn gerir upp gömlu skipsbrúna sem verður breytt í heilsárs hús. Þar verður pláss fyrir þrjá með öllum þægindum sem hægt er að hugsa sér. Brúin mun fá nafnið Skarfur VE 128.

Slegist um sætin á sumarjazzi

Veitingastaðurinn Jómfrúin bregður ekki út af vananum í ár og stendur fyrir tónleikaröð í allt sumar. Á laugardögum safnast allt að þrjú hundruð manns saman til að hlýða á jazzstóna

Fjórföld veiðigjöld hjá skuldsettum útgerðum

Veiðigjöld einstakra útgerða gætu fjórfaldast á þessu fiskveiðiári; annars vegar vegna hækkunar á þeim og hins vegar vegna þess að afsláttur í tengslum við skuldir útgerðanna rennur út. Þingmaður vill framlengja aflsáttinn eða að tekið verði upp frítekjumark til að hjálpa smærri útgerðum strax í haust.

Börn fá ókeypis námsgögn í Hveragerði

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að öll börn í Grunnskólanum í Hveragerði fái ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefjist að loknu sumarfríi.

Metþátttaka í Laugavegshlaupinu í dag

Tæplega fimm hundruð keppendur af rúmlega þrjátíu þjóðernum voru ræstir út í Laugavegshlaupið frá Landmannalaugum í morgun. Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár.

Látinn eftir slys á gámastöðinni á Selfossi

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega á gámasvæðinu á Selfossi á þriðjudag er látinn. Lögreglan á Suðurlandi segir ekki unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni

Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“.

Sjá næstu 50 fréttir