Jarðskjálfti sem mældist 6.3 á Richter skók Suðurland í gær. Tæplega þrjátíu manns slösuðust, þó enginn alvarlega. Flestir þeirra sem meiddust hlutu skurði og skrámur en eitthvað var um beinbrot.
Gífurlegt eignartjón var á Selfossi, í Hveragerði, á Þorlákshöfn og þar um kring. Lítið var um tjón á mannvirkjum en þeim mun meira á innanstokksmunum.
Margar vatsnlagnir fóru í sundur með tilheyrandi tjóni.
Fólk var beðið um að halda sig utandyra fyrstu klukkutímana eftir skjálftann en þeim sem áttu hús sem voru heil var gefið leyfi til að snúa aftur heim undir kvöld. Margir kusu hins vegar að hafast frekar við í tjöldum, húsbílum og tjaldvögnum.
Fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða Krossins voru opnaðar á Selfossi og í Hveragerði en þar söfnuðust margir saman.
Hér fyrir neðan er að finna fréttirnar sem Vísir skrifaði um skjálftann í gær.