Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent
Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sænski framherjinn Viktor Gyökeres verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Arsenal sækir Slavia Prag heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti
Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Forseti Íslands heiðraði 26 skáta með forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sunnudag. Þetta er fjölmennasti hópurinn sem hlýtur merkið frá árinu 2016. Lífið
The Extraordinary Miss Flower, með Emilíönu Torrini Loksins er komið að frumsýningu hér heima á þessari mynd sem Emilíana hefur fylgt víða síðastiliðið ár Bylgjan
Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Í hvað á orkan að fara? er yfirskrift haustfundar Landsvirkjunar sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 13:30 og 15 í dag. Viðskipti innlent
Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað. Innherji
Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf