Viðskipti

Fréttamynd

Aukið flug og lagerhald kemur niður á íslensku Costco-verði

Viðskiptastjóri Costco segir dýrari flutningsleiðir en gert hafði verið ráð fyrir, gengissviptingar og aukið lagerhald á vinsælum vörum hafa leitt til verðhækkana hjá versluninni á Íslandi. Verðkannanir Fréttablaðsins hafa sýnt fram á töluverðar hækkanir og margir viðskiptavinir fengið sig fullsadda á síhækkandi verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnendurnir áttu næsthæsta tilboðið

Tvö af þeim þremur félögum sem skiluðu inn tilboði í 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka tengjast stjórnendum Klakka. Annað félagið vildi ekki að upplýst yrði um þátttöku þess í söluferlinu. Lindarhvoli ber að afhenda gögn um söluferlið samkvæmt nýjum úrskurði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Braut gegn siðareglum lögmanna

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögmaður eignarhaldsfélagsins Glitnis HoldCo hafi með bréfaskriftum sínum til fyrrverandi starfsmanns sjávarútvegsfyrirtækisins Brims vanrækt skyldur sínar samkvæmt siðareglum lögmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu

Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir