Fréttir

Fréttamynd

Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki

Eðlisfræðifélagið hafnar vangaveltum Vigdísar Hauksdóttur um hættu af geislum frá mastri á Úlfarsfelli. Aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins segir hættuna ekki vísindalega staðfesta. „Það er enginn óskeikull,“ svarar Vigdís.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær

Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð

Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits.

Innlent
Fréttamynd

Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum

Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.