Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Einhverfir bruggarar vilja opna huga atvinnurekenda

Sjötíu prósent þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku komast ekki út á vinnumarkaðinn. Þessa dagana eru danskir, einhverfir bruggarar staddir hér á landi sem starfa í brugghúsinu People like us sem einhverft fólk rekur.

Innlent
Fréttamynd

Vill nektarmyndirnar niður af verkstæðum

Iðnaðarmenn álykta um #MeToo. Ákall um naflaskoðun segir framkvæmdastjóri Samiðnar og hvetur iðnaðarmenn til að horfa gagnrýnum augum á vinnustaðamenningu sína. Umhugsunarefni hversu stutt konur endast í iðngreinum.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu

Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa ríkir um afnám vasapeningakerfis

Forstöðumenn tveggja hjúkrunarheimila lýstu áhuga á tilraunaverkefni um afnám vasapeninga haustið 2016. Tilraunaverkefnið var hins vegar ekki sett af stað og óvissa um þátttöku í því. Félagsmálaherra kannar vinnu starfshópsins.

Innlent
Fréttamynd

Vagnar bíða á hafnarbakkanum í Kína

"Þeir bíða á hafnarbakkanum í Kína og innflytjandinn er að vinna í að koma þeim um borð í skip,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um rafmagnsvagnana sem keyptir hafa verið.

Innlent
Fréttamynd

Leki hrjáir sóknarbörn

Ekki eru til nægir peningar fyrir þeim viðgerðum sem er þörf á í Breiðholtskirkju og til að reka söfnuðinn. Byggingin er í slæmu ástandi þar sem trébitar í lofti eru fúnir og víða lekur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma

Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir