Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Lentu vélmennum á smástirni

Japanska geimferðastofnunin JAXA, tilkynnti í dag að vélmenni þeirra hafi lent á smástirninu Ryugu. Þar munu þau safna sýnum og bera þau að lokum aftur heim til jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningur við Macron fer dvínandi

Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru.

Erlent
Fréttamynd

Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Dregur sig í hlé vegna ásakana dóttur sinnar

Þingmaður Repúblikanaflokksins í ríkisþingi Minnesota í Bandaríkjunum hefur dregið til baka framboð sitt til endurkjörs eftir að dóttir hans sagði frá meintum kynferðisbrotum hans gegn sér á hennar yngri árum.

Erlent
Fréttamynd

Systkini þingmanns snúast gegn honum með sláandi auglýsingu

Sex systkini þingmannsins og repúblikans Paul Gosar hafa gefið út auglýsingu þar sem þau hvetja kjósendur í Arizona-ríki Bandaríkjunum til þess að kjósa andstæðing hans, David Brill frambjóðanda demókrata, í þingkosningunum þar í landi í nóvember næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglustjóri segir af sér vegna ummæla sinna

Lögreglustjóri Bergensýslu í New Jersey fylki Bandaríkjanna hefur nú sagt af sér eftir að upptaka þar sem hann heyrist úthúða svörtu fólki og ríkissaksóknara fylkisins sem er Síki komst í dreifingu.

Erlent
Fréttamynd

Styttist í annan leiðtogafundinn

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vinnur enn hörðum höndum að því að undir­búa annan leiðtogafund forsetans með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Mike Pompeo utanríkisráðherra sagði í gær að töluverð vinna væri þó fram undan til þess að "tryggja að aðstæðurnar séu réttar“.

Erlent
Fréttamynd

Vara kjósendur við tómlæti

Frambjóðendur Repúblikana óttast að íhaldsmenn nenni ekki að mæta á kjörstað í þingkosningum í nóvember. Gætu haldið að sigurinn væri unninn. Ólíklegt þykir að Demókratar nái meirihluta í öldungadeildinni.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.