Fréttir

Fréttamynd

Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum

Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare

Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare.

Erlent
Fréttamynd

„Obamacare er dauðinn sjálfur“

„Obamacare er dauðinn sjálfur,“ segir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem brýndi í dag fyrir flokksmönnum innan raða Repúblikanaflokksins að flýta umræðu um frumvarp Repúblikanaflokksins sem ætlað er að koma í stað The Affordable Care Act eða Obamacare, eins og það er kallað í daglegu tali.

Erlent
Fréttamynd

Þýska stúlkan fundin heil á húfi í Írak

Yfirvöld í Þýskalandi staðfestu í dag að þýska stúlkan, sem strauk að heiman árið 2016 til að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki, er fundin heil á húfi í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hneyksli vegna ríkisleyndarmála skekur sænsku ríkisstjórnina

Ráðherrar í sænsku ríkisstjórninni eru sagðir valtir í sessi vegna klúðurs þegar rekstur tölvukerfis samgöngustofnunarinnar var boðinn út. Viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar voru aðgengilegar starfsmönnum fyrirtækisins sem fékk samninginn þó að þeir hefðu ekki öryggisheimild til þess.

Erlent
Fréttamynd

Kushner sver af sér samráð við Rússa

Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Árásarmaður gengur laus í svissneskum bæ

Fimm eru særðir, þar af tvær alvarlega, eftir að óþekktur maður er sagður hafa gengið berserksgang með keðjusög í svissneska bænum Schaffhausen, nærri landamærunum að Þýskalandi. Lögreglan leitar að árásarmanninum.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka dauða ungs blökkumanns skömmu eftir handtöku

Lögreglan í London segir að ungur maður sem lést eftir að hann var handtekinn um helgina hafi stungið aðskotahlut upp í sig og veikst í kjölfarið. Baráttufólk gegn kynþáttahatri hefur lýst áhyggjum og reiði vegna dauða mannsins.

Erlent
Fréttamynd

Tengdasonur Trump kemur fyrir þingnefnd

Búist er við að spurningar um samskipti við rússneska embætismenn og athafnamenn verði efst á baugi þegar Jared Kushner, tengdasonur og helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kemur fyrir þingnefnd í dag. Yfirheyrslurnar fara fram fyrir lokuðum dyrum og verður framburður Kushner ekki eiðsvarinn.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael herðir umdeildar öryggisráðstafanir

Palestínumenn eru æfir vegna hertrar gæslu við einn helgasta stað múslima. Segja brotið á mannréttindum sínum. Málmleitarhliðum var komið upp vegna skotárásar á staðnum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tekur málið fyrir í dag.

Erlent
Fréttamynd

Misvísandi skilaboð frá Hvíta húsinu

Misvísandi skilaboð hafa borist frá forsetaembætti Bandaríkjanna um ný lög sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Lögin kveða einnig á um að minnka möguleika forsetans, Donalds Trump, á því að aflétta núverandi þvingunum. Því er forsetinn andvígur.

Erlent
Fréttamynd

Ógnaröld í Ríó

Hundruð gengu fylktu liði meðfram Copacabana-ströndinni og kröfðust aukins stuðnings til handa lögreglunni og almenningi.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir