Logi Bergmann

Fréttamynd

Frelsi til að vera ósammála

Stundum velti ég fyrir mér hvernig okkur tókst að móðgast fyrir tíma samfélagsmiðla. Getur verið að allir hafi bara verið meira og minna sammála og í mesta lagi hafi einn eða tveir rokið í fússi úr heita pottinum eða fermingarveislunni?

Fastir pennar
Fréttamynd

Pistill sem er ekki um pólitík

Ef við hefðum einhvers konar manndómsvígslur, eins og voru svo algengar í gamla daga, þá mæli ég með einni. Að taka til í bílskúrnum. Ég er semsagt búinn að vera að því svo lengi að mig grunar að stór hluti vinnufélaga minna haldi að ég búi í bílskúr. Þau segja að ég tali ekki um neitt annað. Sem er alls ekki rétt. Ég held þó að orðið bílskúr komi ekki nema í þriðju hverri setningu hjá mér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugsum í lausnum

Um daginn sá ég viðtal við leigubílstjóra sem var algjörlega brjálaður (og ég held að það verði enginn jafn brjálaður og pirraður leigubílstjóri) yfir því að borgin byggði ekki upphituð skýli fyrir fólk sem væri að bíða eftir leigubíl. Eins og það væri ekki nóg, þá áttu líka að vera þar öryggisverðir svo hægt væri að hafa hemil á drukknu fólki, fjúkandi í haustlægðunum að bíða eftir að röðin kæmi að því.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bannað án leyfis

Ég afrekaði það sem ungur maður að fara til Austur-Þýskalands. Meira að segja tvisvar. Það var í alla staði mjög áhugavert og ýmislegt sem mér er minnisstætt. Eitt fannst mér sérlega merkilegt. Það var þegar ég spurði hvort við mættum taka myndir. Leiðsögumaðurinn leit í kringum sig og sagði svo: "Ef það er ekki leyft, þá er það sennilega bannað.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Sokkinn kostnaður

Ef ég ætti að nota hugtakið "sokkinn kostnaður“ um eitthvað þá væri það um borgarfulltrúann sem lét þetta út úr sér og skoðanasystkin hennar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þarf þetta að vera svona?

Stundum finnst mér eins og þjóðin skiptist í tvennt (þó að ég sé ekki viss með hlutföllin). Þá sem styðja einkarekstur og þá sem eru á móti honum. Það má færa rök fyrir hvoru tveggja og einkavæðing á klárlega ekki alltaf við. En stundum gerist það að stofnanir virðast nánast standa upp á stól og öskra: EINKAVÆÐIÐ MIG!

Fastir pennar
Fréttamynd

Listin að vera plebbi

Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: "Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóðfélagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélaginu og er oft með fræðirit við höndina.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Gleði hins miðaldra manns

Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki.

Skoðun
Fréttamynd

Galdurinn við beinar útsendingar

Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupmaðurinn útí rassgati

Ég ólst upp í Smáíbúðahverfinu. (Ég veit! Fáránlegt nafn á hverfi!) En næsta gata við mig var Búðagerði. Það var einstaklega viðeigandi nafn. Þar voru tvær matvöruverslanir: Austurborg og Söbechsverzlun. Þar var líka mjólkurbúð og kjötbúð og líklega bakarí eða fiskbúð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óður til gleðinnar?

Maður verður að vera léttur. Ég er búinn að segja þetta milljón sinnum. Og þetta á alltaf við en alveg sérstaklega þessa viku. Eurovision. Það er allt skemmtilegt við þetta en okkur hættir til að taka þetta full alvarlega. Svona eins og þetta sé í alvöru keppni í tónlist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flugvéladrama

Kollegi minn Sólmundur Hólm lenti í hroðalegri lífsreynslu um daginn. Hann var sem sagt að koma heim frá Búdapest, en vélin lenti í rokinu í Keflavík svo hann komst ekki frá borði fyrr en tveimur tímum eftir lendingu. Hundrað og tuttugu mínútum!

Fastir pennar
Fréttamynd

Föstudagurinn laaaangi

Í dag er laugardagur. Það er kannski ekkert fréttnæmt, enda er laugardagur um páskahelgi einhvern veginn algjört aukaatriði, klemmdur milli leiðinlegasta dags æsku minnar og páskadags.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afsakið mig

Í fyrradag las ég merkilega færslu frá konu sem vildi biðja mig opinberlega afsökunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einfalda leiðin

Ef ég væri svona alvöru pistlahöfundur, sem tæki mig hátíðlega, væri ég núna að fara að skrifa pistil um Donald Trump. En vá hvað ég nenni því ekki. Fer hann ekki bara ef við hættum að tala um hann?

Fastir pennar
Fréttamynd

Sameinuð í sorg

Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bernsku minnar jól

Það er svo merkilegt með minningar. Í þeim man maður eiginlega alltaf bara það besta og versta. Í minningunni var annaðhvort snjór eða sól. Meira eða minna allan ársins hring.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjartir morgnar

Stundum finnst mér eins og við séum fiskar í fiskabúri. Syndandi hring eftir hring, gleymandi öllu jafn óðum og verða svo spennt/glöð/reið yfir sömu hlutunum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Ú! Kastali.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nútíminn er trunta

Nú, þegar ég er að verða miðaldra, langar mig að skrifa vel miðaldra pistil. Svona "Það var allt betra í gamla daga“-pælingu. Það er reyndar mjög erfitt, því það var ekki allt betra í gamla daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skólaball

Kennarar hafa verið að mótmæla alla vikuna. Ég held að flestir skilji það. Ég man þá tíð þegar þeir voru alltaf í verkföllum. Vá, hvað það var meiriháttar. Ég hef samt ekki alveg sömu afstöðu til verkfalla kennara nú og fyrir nokkrum áratugum. Merkilegt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Prófdagur

Ég þekkti einu sinni mann sem tók ekki mark á skoðanakönnunum af því að hann var aldrei með í þeim. Hann hafði að vísu þá reglu að svara ekki í símann á kvöldin, en sá ekkert samhengi þarna á milli. Allar skoðanakannanir sem féllu ekki að skoðunum hans voru bara bull.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fulli frændinn

Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og

Fastir pennar
Fréttamynd

Frelsið er yndislegt

Ég er nú ekki svo gamall. En samt man ég eftir ýmsu sem okkur finnst fáránlegt í dag. Svo fáránlegt að við erum jafnvel farin að hlæja að því og spyrjum okkur: Hvernig var þetta hægt?

Fastir pennar
Fréttamynd

Helvítis túristar

Við viljum endilega fá túrista. Við viljum bara ekki fá þessa sem við erum með núna. Við viljum fá túrista sem fara út á land og borga ógeðslega mikið fyrir hótel og bílaleigubíla og mat.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kallakallarnir

Nú eru flestir flokkar að koma sér í gírinn fyrir kosningar og orðið nokkuð ljóst að það verður kosið. Framboðslistar koma fram og allt að verða klárt. Meirihlutinn er örugglega voða fínt fólk sem hefur miklar hugsjónir og allt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bara á Íslandi

Það er nefnilega þannig að við sjáum aldrei drasl. Hefur einhver flett upp í tímariti þar sem fólk var að sýna íbúð sem ekki leit út eins og þar hefði aldrei barn stigið inn fæti?

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2