Segja menntakerfið í skuld og vanta meiri miðstýringu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect, segir vanta meiri miðstýringu í skólakerfið á Íslandi. Við séum í mikilli skuld í námsefni. Erla Lind Þórisdóttir, íslenskukennari við Ölduselsskóla, tekur undir þetta og segir sárvanta meira fjármagn í menntakerfið. 10.12.2023 12:31
Pylsumeistarinn flytur yfir götuna Pylsumeistarinn í Laugardal í Reykjavík flytur nú í húsnæði hinum megin við götuna. Verslunin hefur um árabil verið rekin í litlu rými við Hrísateig en flytur nú yfir götuna. 10.12.2023 10:58
Hvetur til sniðgöngu því enginn hafi axlað ábyrgð Einar Örn Jónsson, foreldri stúlku sem beitt var kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, segir það sárt að allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar renni í ár til sumarbúðanna. Hann, og aðrir aðstandendur stúlkunnar, hvetja til sniðgöngu kúlunnar. 10.12.2023 09:45
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10.12.2023 08:31
Búast við stormi um miðja viku Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. 10.12.2023 07:21
Ofbeldi og ölvun í dagbók lögreglu Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar. 10.12.2023 07:11
Endurflytja ofbeldismál í héraði vegna seinagangs dómara Landsréttur úrskurðaði í vikunni að endurflytja þurfi mál í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess að dómur var kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að málið var dómtekið þar. 9.12.2023 16:04
Leið eins og þau væru í íslenskri útilegu í Síerra Leóne Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market, segir nýjar körfur sem unnar séu í samstarfi við handverksfólks í Síerra Leóne einstakar. Körfurnar eru að hennar sögn fyrsta verkefnið af mörgum sem þau vinna með handverksfólki frá Síerra Leóne. 9.12.2023 16:01
Lýsa eftir bangsanum Bangsa: „Sárt saknað af litlum eiganda“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir bangsanum Bangsa. Í tilkynningu frá embættinu á Facebook segir að vinur lögreglunnar, Adam, hafi haft samband til að tilkynna hvarf hans. 9.12.2023 15:34
Atvinnuleitendur af erlendum uppruna með íslenskukennslu í símanum Vinnumálastofnun hefur hafið innleiðingu á stafræna íslenskukennaranum Bara tala hjá Akademias. Fólk í atvinnuleit af erlendum uppruna, þar með talið flóttafólk, á nú kost á að fá aðgang að Bara tala í gegnum Vinnumálastofnun. Frá þessu er greint í tilkynningu. 9.12.2023 15:26