Átta fórust í sprengingu

Átta fórust, þar af fjögur börn, í sprengingu í pólska skíðabænum Szyrk nálægt Krakow í gær. Hundruð björgunarmanna þurftu að grafa í gegnum rústir þessa þriggja hæða húss í nístandi frosti til þess að finna hin látnu. Um tvær fjölskyldur var að ræða. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

9
00:23

Vinsælt í flokknum Fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.