Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hyggst fara fram á lögbann á áfengissölu á netinu
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hyggst fara fram á lögbann á áfengissölu á netinu og kæra starfsemina til lögreglu. Í tilkynningu segir að netverslunum sé beint gegn lögbundnum einkarétti fyrirtækisins. Óhjákvæmilegt sé að fá úr því skorið hvort starfsemin sé lögleg líkt og rekstraraðilar hafi haldið fram.