Æfa viðbrögð við fjöldadrápi

Sérsveit Ríkislögreglustjóra horfir til reynslu annarra landa þegar æfingar sveitarinnar eru skipulagðar. Nýlega æfði sveitin viðbrögð við hryðjuverkaárás sem svipar til árásarinnar sem framin var í Frakklandi fyrr í vetur. Þá réðust hryðjuverkamenn á almenna borgara á götum Parísar og skutu jafnframt á lögreglu. í þættinum Lögreglan á Stöð 2 annað kvöld fá sjónvarpsáhorfendur innsýn inn í störf sérsveitarinnar sem er skipuð vel þjálfuðum lögreglumönnum sem eru tilbúnir að bregðast við krefjandi verkefnum. Fylgst er með sérsveitinni að störfum og æfingum auk þess sem sérsveitarmenn eru teknir tali. Þátturinn um sérsveitina er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:45 annað kvöld.

2896
01:03

Vinsælt í flokknum Stöð 2