Vala og Solla - Magnað múslí nammi

Hollustukokkurinn snjalli, Solla Eríks, og Vala Matt tóku upp nokkra góða matarþætti með snilldaruppskriftum Sollu. Það er hægt að gæða sér með góðri samvisku á þessum dúndurholla mat. Eins og öllu sem Solla býr til. Magnað múslí nammi - uppskrift: 5 dl haframjölsmúslí m/lífrænu súkkulaði 1 dl agave sýróp 1 dl hnetusmjör ½ dl kókosolía ½ dl kakóduft smá vanilluduft Best er að bræða kókosolíuna með því að láta renna heitt vatn á krukkuna (helst undir 45°C). Setjið allt nema múslíið í matvinnsluvél og blandið. Bætið síðan múslíinu útí og blandið bara örstutt til að halda áferðinni skemmtilega grófri. Setjið í lítil pappaform & kælið svo í frystinum í minnst 15 mín. Geymist best í kæli eða frysti.

10347
02:39

Næst í spilun: Vala og Solla

Vinsælt í flokknum Vala og Solla

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.