Útlit er fyrir að Duda borið sigurorð í forsetakosningunum í Póllandi

Útlit er fyrir að Andrzei Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Tras-kowski, borgarstjóra Varsjár, í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn er afar naumur en Duda hlaut að lokum rúm fimmtíu og eitt prósent atkvæða. Afar mjótt var á mununum en kjörsókn var með því besta sem sést hefur frá falli kommúnismans, eða rúmlega 68% atkvæða. Við þetta má bæta að mikill meirihluti Pólverja á Íslandi vildi fá Tras-kowski í forsetastólinn. Af rúmlega þrjú þúsund atkvæðum fékk Traskowski rétt um 80 prósent. Kjörsókn meðal Pólverja hér á landi var jafnvel meiri en í Póllandi.

5
02:54

Vinsælt í flokknum Fréttir