Spurningakeppni Stjörnubíós - Sveppi setur met

Sverrir Þór Sverrisson og Sigga Clausen mætast hér í lokaviðureign átta manna úrslita spurningakeppni Stjörnubíós. Sigga er leikskólakennari og kvikmyndanörd, sem hefur skrifað pistla fyrir Bíóvefinn. Sverri þekkja sjálfsagt einhverjir undir nafninu Sveppi. Sveppi þessi er mikill kvikmyndaspekingur og gaf t.a.m. út borðspilið Bíóbrot fyrir nokkrum árum. Spyrill, spurningahöfundur, tímavörður og dómari, er að vanda Heiðar Sumarliðason. Undanúrslitin munu hefjast í haust. Í fyrri undanúrslitaþættinum mætast Tómas Valgeirsson og Hannes Óli Ágústsson. Hrafnkell Stefánsson mun svo etja kappi við sigurvegara viðureignar Sveppa og Siggu. Útvarpsþátturinn Stjörnubíó er á dagskrá X977 á sunnudögum klukkan 12:00, í boði Te og kaffi. Þátturinn er nú farinn í sumarfrí og snýr aftur um miðjan ágúst með Quentin Tarantino og Once Upon a Time in Hollywood í farteskinu.

2077
41:22

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.