Nú þori ég ekki til Tel Aviv. Takk Hatari.

RÚV hefur tekið til sýninga McMafia, sem er fjölþjóðleg þáttaröð sem gerist m.a. í London, Moskvu, Prag og Tel-Aviv. Heiðar Sumarliðason fékk Bjartmar Þórðarson og Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur í hljóðver til að spjalla um þáttinn. Hatari, Ísraelshræðsla, 100 evru seðlar, kynæsandi sundfatasenur, erfiðleikar við getnað eftir fertugt og Heimilsbrauð Myllunnar. Alveg ótrúlegt hversu margt er hægt að ræða tengt einni stirðbusalegri breskri dramaseríu. Stjörnubíó er á dagskrá X977 alla sunnudaga klukkan 12:00. Þáttinn í heild sinni má nálgast á útvarpsvef Vísis.

1868
11:38

Vinsælt í flokknum Stjörnubíó

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.