Fleiri fréttir

Vegagerðin semur við Sigurð Áss um starfslok

Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar. Gert hefur verið samkomulag við Sigurð um starfslok en hans síðasti vinnudagur hjá Vegagerðinni var í gær.

Einhuga vegna launahækkana bankastjóra

Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið.

Skúli segist alltaf vera vongóður

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar.

Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum

Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins.

Myllan innkallar vatnsdeigsbollur

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla vatnsdeigsbollur sem voru vanmerktar með tilliti til ofnmæis- og óþolsvalds, mjólkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni.

Tilnefningar til Lúðursins 2018

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, mun þann 8. mars næstkomandi veita Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í 33. sinn.

Gistinóttum fækkar milli ára

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í janúar síðastliðnum voru um 543.000, en þær voru um 566.000 í sama mánuði fyrra árs.

Kerfinu geta fylgt "verulegir ókostir“

Bankaráð Seðlabankans segir illa fara á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á eftirliti annars vegar og hins vegar þeirri kjarnastarfsemi að móta peningastefnu. Það sýni reynslan.

Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar

Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.

Hagnaður KPMG dróst saman um fimmtung

KPMG hagnaðist um 298 milljónir króna á síðasta rekstrarári ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins, frá október 2017 til september 2018, og dróst hagnaðurinn saman um 81 milljón króna frá fyrra rekstrarári.

Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra

Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær.

Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka

Helgi Magnússon fjárfestir segir víða hafa skort örugga forystu í hluthafahópum skráðra félaga á Íslandi. Stjórnarmenn þurfi að hafa beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá.

Tekjurnar jukust lítillega

Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gæ

Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok   

Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag

Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra.

 Jón stjórnarformaður Vitrolife

Stjórn Vitrolife hefur lagt til að Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, verði kjörinn stjórnarformaður sænska líftæknifyrirtækisins á aðalfundi fyrirtækisins sem verður haldinn í byrjun maí næstkomandi. Jón hefur setið í stjórn þess frá árinu 2015.

Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur

Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar

Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir

ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Á sjötta tug missa vinnuna hjá Ístaki

Verktakafyrirtækið Ístak hefur sagt upp 31 fastráðnum starfsmanni og þá verða samningar við 25 starfsmenn sem starfað hafa fyrir fyrirtækið í gegnum starfsmannaleigu ekki endurnýjaðir.

Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra

Gert ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME.

WOW air náði sáttum við leigusala félagsins 

Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partn­ers í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin.

Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11

Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi.

Pósturinn hækkar verð

Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót.

Sjá næstu 50 fréttir