Fleiri fréttir

Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum

Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins.

Farice að fullu í eigu ríkisins

Íslenska ríkið skrifaði í dag undir samning við Arion banka um kaup á um 38 prósent hlut bankans í félaginu Farice ehf.

Vegagerðin semur við Sigurð Áss um starfslok

Sigurður Áss Grétarsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. Sigurður var sendur í leyfi í byrjun febrúar. Gert hefur verið samkomulag við Sigurð um starfslok en hans síðasti vinnudagur hjá Vegagerðinni var í gær.

Einhuga vegna launahækkana bankastjóra

Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið.

Skúli segist alltaf vera vongóður

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar.

Afkoma Eimskips veldur vonbrigðum

Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,4 milljónir evra á síðasta ári, samanborið við 16,8 milljóna króna hagnað árið þar á undan. Afkoman veldur vonbrigðum að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins.

Myllan innkallar vatnsdeigsbollur

Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla vatnsdeigsbollur sem voru vanmerktar með tilliti til ofnmæis- og óþolsvalds, mjólkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myllunni.

Tilnefningar til Lúðursins 2018

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, mun þann 8. mars næstkomandi veita Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, í 33. sinn.

Gistinóttum fækkar milli ára

Gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum í janúar síðastliðnum voru um 543.000, en þær voru um 566.000 í sama mánuði fyrra árs.

Kerfinu geta fylgt "verulegir ókostir“

Bankaráð Seðlabankans segir illa fara á því að sömu einstaklingar beri ábyrgð á eftirliti annars vegar og hins vegar þeirri kjarnastarfsemi að móta peningastefnu. Það sýni reynslan.

Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar

Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.

Danir ætla sér að byggja hús hærra en Shard

Byggingaráform sem fela í sér byggingu hæstu byggingar Vestur-Evrópu hafa fengið grænt ljós í tækni- og umhverfisnefnd danska sveitarfélagsins Ikast-Brande á Jótlandi.

Hagnaður KPMG dróst saman um fimmtung

KPMG hagnaðist um 298 milljónir króna á síðasta rekstrarári ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins, frá október 2017 til september 2018, og dróst hagnaðurinn saman um 81 milljón króna frá fyrra rekstrarári.

Framlegð Skeljungs batnaði verulega í fyrra

Skeljungur tapaði einni milljón króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 29 milljóna króna tap á sama fjórðungi árið 2017, eftir því sem fram kemur í fjórðungsuppgjöri olíufélagsins sem birt var síðdegis í gær.

Einkafjárfestar þurfa að láta til sín taka

Helgi Magnússon fjárfestir segir víða hafa skort örugga forystu í hluthafahópum skráðra félaga á Íslandi. Stjórnarmenn þurfi að hafa beina hagsmuni af velgengni þeirra fyrirtækja sem þeir sitja í stjórn hjá.

Tímamótasamruni fær brautargengi

Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn.

Tekjurnar jukust lítillega

Síminn tapaði 2.436 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs borið saman við 607 milljóna króna hagnað á sama fjórðungi árið 2017, að því er fram kemur í fjórðungsuppgjöri sem fjarskiptafélagið birti eftir lokun markaða í gæ

Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok   

Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Warren Buffett viðurkennir mistök

Berkshire Hathaway greiddi of mikið fyrir Kraft við sameiningu við Heinz. Buffett segir að matvælarisinn hafi ekki lengur sömu góðu samningsstöðuna gagnvart smásölum.

Sjá næstu 50 fréttir