Fleiri fréttir

Ólöf á fjórum yfir pari í dag

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er á 7 höggum yfir pari eftir tvo hringi á opna spænska meistaramótinu í golfi eftir að hafa lokið keppni á fjórum yfir pari í dag - 76 höggum. Ólöf á því litla möguleika á að ná í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Ólöf á þremur yfir pari á Spáni

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék fyrsta hringinn á opna spænska meistaramótinu í golfi á 75 höggum í dag eða þremur yfir pari. Ólöf er hér að taka þátt í sínu fyrsta móti í nokkurn tíma, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Immelman sá fyrsti síðan Player

Trevor Immelman varð í gær fyrsti Suður-Afríkumaðurinn til að sigra á bandaríska meistaramótinu í golfi síðan að Gary Player fagnaði sigri á mótinu árið 1978, fyrir 30 árum síðan.

Immelman sigraði á Masters

Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman kom sá og sigraði á 72. Masters mótinu í golfi sem lauk á Augusta vellinum í Georgíu í kvöld. Immelman lék á 75 höggum á lokahringnum og lék samtals á átta undir pari. Hann er fyrsti maðurinn í meira en þrjá áratugi til að leiða mótið frá upphafi til enda.

Immelman í forystu á Masters

Trevor Immelman frá Suður-Afríku hefur 2 högga forystu eftir þriðju umferðina á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu.

Immelman að leika vel

Trevor Immelman frá Suður-Afríku er efstur þeirra sem komnir eru í hús á Masters-mótinu. Hann hefur lokið öðrum hring á Augusta vellinum og er á 8 höggum undir pari.

Rose og Immelman í forystu á Masters

Englendingurinn Justin Rose og Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman hafa forystu eftir fyrsta hringinn á Masters-mótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu.

Woods setur stefnuna á að vinna öll stórmótin

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Masters mótið sem hefst á morgun, en vinni hann sigur á mótinu verður hann fyrsti kylfingurinn í sögunni til að vinna öll fjögur risamótin á sama tímabilinu.

Wagner þaut upp heimslistann

Johnson Wagner frá Bandaríkjunum skaust upp um heil 189 sæti á nýjum heimslista í golfi sem kynntur var í dag. Wagner vann um helgina sigur á Shell Houston Open.

Bourdy vann eftir bráðana

Gregory Bourdy frá Frakklandi sigraði á Estoril-mótinu í Portúgal en bráðabana þurfti til að skera um úrslitin. Bourdy fór illa af stað í dag en lék betur eftir því á leið.

Slakur lokadagur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á tveimur höggum undir pari á Estoril-mótinu í Portúgal sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Birgir lék lokahringinn í dag á sex yfir pari og er samtals í 60. sæti.

Birgir á sjö undir eftir fyrri níu

Birgir Leifur Hafþórsson er búinn með fyrri níu holurnar á lokahringnum á Estoril mótinu í Portúgal. Hann er sem stendur í 36. sætinu á 7 höggum undir pari.

Birgir Leifur í 21.-26. sæti eftir þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson er í 21.-26. sæti fyrir lokahringinn á Estoril meistaramótinu á evrópsku mótaröðinni sem fram fer í Portúgal. Birgir Leifur hefur leikið hringina þrjá á átta höggum undir pari.

Birgir Leifur: Besti hringur árins

Birgir Leifur Hafþórsson var léttur í lund þegar Vísir ræddi við hann eftir frábæran þriðja hring á Estoril meistaramótinu í Portúgal fyrir stundu. Birgir Leifur lék á fimm höggum undri pari og er í 12. sæti sem stendur.

Birgir Leifur lauk hringnum á fimm undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson lauk rétt í þessu þriðja hringnum á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Hann spilaði hringinn á fimm höggum undir pari og hefur leikið hringina þrjá á átta höggum undir pari. Birgir Leifur er sem stendur í 12. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Birgir Leifur á fjórum undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið frábærlega á þriðja hringnum á Estoril meistaramótinu í Portúgal í dag. Hann er á fjórum höggum undir pari eftir fimmtán holur og er í 20. sæti.

Birgir Leifur á pari og komst áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril meistaramótinu í Portúgal í kvöld. Birgir Leifur lék annan hringinn á 70 höggi eða einu höggi undir pari vallarins og endaði daginn í 41.-51. sæti.

Birgir Leifur á pari eftir tólf holur

Birgir Leifur Hafþórsson er á pari eftir tólf holur á öðrum hring á Estoril meistaramótinu í Portúgal. Birgir Leifur hangir enn sem komið er inni fyrir niðurskurð eftir hring dagsins en aðeins munar einu höggi á honum og þeim sem á eftir honum koma.

Birgir á tveimur undir pari í Portúgal

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Estoril Open mótinu í Portúgal í dag þegar hann lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari.

Birgir Leifur hefur leik á áttunda teig

Birgir Leifur Hafþórsson er meðal keppenda á opna Estoril-mótinu í Portúgal sem hefst á morgun en mótið er liður í Evrópumótaröðinni í golfi.

Sjá næstu 50 fréttir