Innlent

Sprengi­sandur: Peningastefna, ESB og lagareldi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrstur á dagskrá er Ásgeir Brynjar Torfason, fjármáladoktor og ritstjóri Vísbendingar. Hann ætlar að ræða afleiðingar peningastefnu Seðlabanka fyrir heimili og fyrirtæki. 

Næsti gestur, Hjörtur J. Guðmundsson stjórnmálafræðingur, mun fjalla um stöðu Íslands gagnvart ESB og hvernig áhrif sambandsins á íslenska löggjöf hafi aukist á hraða sem fáir geri sér grein fyrir.

Þá munu Hanna Katrín Friðriksson og Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismenn, fjalla um lagareldi, nýtt frumvarp og þær miklu deilur sem um það standa.

Loks mæta þau Sigurður Þorsteinsson hönnuður og Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og fjalla um hönnun á tímum náttúruvár, meðal annars hvernig hægt sé að samtvinna varúðarsjónarmið og hönnun mannvirkja. 

Þátturinn hefst klukkan tíu og hægt er að nálgast hann hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×