Innlent

Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Baldur og Halla Hrund mega vel við una samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósent.
Baldur og Halla Hrund mega vel við una samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósent.

Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent.

Athygli vekur að Halla Hrund hefur stokkið fram úr Jóni Gnarr, sem mælist nú með 17,2 prósent.

Ekki er marktækur munu á milli Baldurs og Katrínar annars vegar og Höllu Hrundar og Jóns hins vegar.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem unnin var fyrir Morgunblaðið, er langt í næstu frambjóðendur en Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent fylgi þegar horft er til þeirra sem tóku afstöðu, Arnar Þór Jónsson með 2,8 prósent og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 2,1 prósent.

Könnunin var gerð dagana 16. til 21. apríl. Úrtakið var 2.300 manns en svarhlutfallið 53,3 prósent.

Baldur, Jón og Halla Hrund voru gestir Pallborðsins í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×