Innlent

Guð­mundur Andri ritar bók um Feðra­veldið

Jakob Bjarnar skrifar
Guðmundur Andri Thorsson segist nú þurfa að rifja upp gamlar gangtegundir en hann ritaði undir útgáfusamning við Forlagið um skrif skáldverks sem heitir Feðraveldið.
Guðmundur Andri Thorsson segist nú þurfa að rifja upp gamlar gangtegundir en hann ritaði undir útgáfusamning við Forlagið um skrif skáldverks sem heitir Feðraveldið. Vísir/Vilhelm

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði í gær undir útgáfusamning við Hólmfríði Matthíasdóttur og birti mynd af útgáfusamningnum.

„Loksins gleðitíðindi á þessum dimma degi. Til hamingju!“ Magnús Guðmundsson rithöfundur er fyrstur til að óska Guðmundi Andra til hamingju og fer þar fyrir fríðum flokki.

Sjálfur segir Guðmundur Andri frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi brugðið sér í kaupstaðaferð sem endaði á Bræðraborgarstígnum þar sem Forlagið er til húsa. Þar hitti Guðmundur Andri Hólmfríði og annað gamalt og gott samstarfsfólk.

„Skrifaði þar undir útgáfusamning um skáldverk í haust … Þá er bara að bretta upp ermar og rifja upp gamlar gangtegundir.“

Á ljósmyndinni af útgáfusamningnum má meðal annars sjá að titill verksins er Feðraveldið, sem hlýtur að mega teljast forvitnilegur. Áætlaður útgáfudagur er í október 2024 og er lágmarks eintakafjöldi prentaður 1000 stykki. Fyrirframgeiðsla sem Guðmundur Andri þiggur er 100 þúsund krónur og er áætlað heildsöluverð verksins 3.200 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×