Innlent

Katrín búin að taka á­kvörðun og upp­lýsa ríkis­stjórn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sigurður Ingi þegar hann mætti á ríkisstjórnarfund í morgun.
Sigurður Ingi þegar hann mætti á ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir Katrínu hafa greint ríkisstjórn frá ákvörðun sinni. Það sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi. Forsætisráðherra muni sjálf tilkynna um ákvörðun sína. 

„Hún upplýsti okkur um ákvörðun sína og við tökum á því sem gera þarf,“ segir Sigurður Ingi og að það þurfi að taka samtöl í kjölfarið á því.

Hann vísar öllum hugleiðingum um framboð Katrínar til hennar en segir það liggja fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þurfi að tala saman.

„Við erum í þessu samtali og þegar maður er í pólitík ertu alltaf í pólítík til að hafa áhrif og hvar þú hefur þau áhrif verður að koma í ljós,“ segir Sigurður Ingi og að engar ákvarðanir liggi fyrir um framhald ríkisstjórnarinnar. Hver muni leiða hana til dæmis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×