Innlent

Skallaði mann, sló hann með priki og beit

Jón Þór Stefánsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi eignarrétt mannsins yfir bílastæðinu umdeilda.
Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi eignarrétt mannsins yfir bílastæðinu umdeilda. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hlaut í síðustu viku þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás.

Í dómnum kemur fram að árásin átti sér stað í um nótt í apríl 2021, utandyra í Reykjavík.

Maðurinn var ákærður fyrir að skalla annan mann í andlitið þannig að hann féll aftur fyrir sig. Þá var honum gefið að sök að lemja manninn í kjölfarið með priki eða öðru áhaldi og síðan bíta hann í lófann. Fyrir vikið hlaut brotaþolinn ýmsa áverka.

Maðurinn játaði brot sín, en með játningu hans og vegna annarra gagna málsins þótti sannað að hann hefði framið þau.

Hann hefur ekki hlotið dóm áður, en mikill dráttur á meðferð málsins hjá lögreglu var metið honum til refsilækkunar. Líkt og áður segir hlaut hann þrjátíu daga skilorðsbundin dóm.

Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 350 þúsund krónur í miskabætur, en það er talsvert lægra en hann hafði krafist, en það voru 1,6 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×